Ferill 320. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990–91. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 320 . mál.


Nd.

884. Breytingartillögur



við frv. til l. um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri.

Frá 1. minni hl. fjárhags- og viðskiptanefndar (GGuðbj).



     Við 4. gr. 2. tölul. orðist svo: Íslenskir ríkisborgarar, sem eiga lögheimili hérlendis, og lögaðilar, sem eiga heimili hér á landi og eru að öllu leyti í eigu íslenskra ríkisborgara sem eiga lögheimili hérlendis, mega einir eiga og reka fyrirtæki til vinnslu sjávarafurða hér á landi. Með vinnslu sjávarafurða er hér átt við alla meðferð sjávarafla.
     Eftirtaldar breytingar verði á 7. tölul. 4. gr.:
         
    
     1. málsl. orðist svo: Heildarfjárfesting erlends aðila eða samanlögð fjárfesting fjárhagslega tengdra erlendra aðila í atvinnurekstri hér á landi má ekki fara fram úr 250 millj. kr. á einu almanaksári.
         
    
     4. málsl. orðist svo: Heildarfjárfesting erlendra aðila í hverri atvinnugrein fyrir sig má ekki fara yfir 25% og heildarfjárfesting erlendra aðila í einstökum fyrirtækjum ekki yfir 49%.
     Í stað orðanna „og getur viðskiptaráðherra þá stöðvað viðkomandi fjárfestingu“ í síðari málsgrein 10. gr. komi: og skal viðskiptaráðherra þá stöðva viðkomandi fjárfestingu.