Ferill 28. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990–91. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 28 . mál.


Ed.

890. Nefndarálit



um frv. til l. um mannanöfn.

Frá menntamálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið á ný eftir afgreiðslu neðri deildar á frumvarpinu. Nefndin fékk á sinn fund til viðræðna um málið Skúla Guðmundsson, skrifstofustjóra þjóðskrár, og Guðrúnu Kvaran, ritstjóra Orðabókar Háskólans.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með breytingum sem nefndin flytur tillögu um á sérstöku þingskjali. Aðalbreyting nefndarinnar felst í því að fellt er brott ákvæði um millinafn, en millinafn er í eðli sínu ígildi ættarnafns og með slíku ákvæði væri því verið að opna fyrir upptöku nýrra ættarnafna.
    Eiður Guðnason var fjarverandi afgreiðslu málsins.

Alþingi, 12. mars 1991.



Jón Helgason,


varaform., frsm.

Guðrún J. Halldórsdóttir,


fundaskr.

Halldór Blöndal.


Skúli Alexandersson.

Salome Þorkelsdóttir.

Valgerður Sverrisdóttir.