Ferill 472. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990–91. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 472 . mál.


Sþ.

980. Tillaga til þingsályktun

ar


um að endurmeta skatta og gjöld af fasteignum.

Flm.: Ásgeir Hannes Eiríksson.



    Alþingi ályktar að fela fjármálaráðherra að leggja fram á haustþingi 1991 frumvarp til laga um breytingar á lögum um mat og skatta af fasteignum. Tilgangur frumvarpsins verði að eigendur greiði fasteignagjöld í hlutfalli af arðsemi eigna sinna frekar en staðsetningu þeirra.

Greinargerð.


    Nýlega kom út skýrsla um könnun Stefáns Ingólfssonar fyrir borgarskipulag Reykjavíkur. Þar kemur fram að verð eigna í miðborg Reykjavíkur hefur hrapað um 35 50% síðan verslunarhúsið Kringlan opnaði árið 1986.
    Þessi niðurstaða hefur reyndar löngum blasað við vegfarendum um miðborgina. Auð verslunar - og skrifstofupláss og hvítt kalk í gluggum sölubúða. Áður blómlegt viðskiptalíf er á förum í önnur borgarhverfi og mannlífið dvínar um leið. Fjöldi húseigenda er um það bil að missa eignir sínar og rambar á barmi gjaldþrota.
    Ríkið er langstærsti húseigandinn í miðborg Reykjavíkur og því er Alþingi málið skylt. Þess vegna er hér lagt til að leitað verði leiða til að tryggja húseigendum að skattar og gjöld af eignum þeirra verði aldrei hærra hlutfall en arðsemi eignanna.