Ferill 246. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990–91. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 246 . mál.


Ed.

1083. Breytingartillögur



við frv. til l. um ferðaþjónustu.

Frá meiri hl. samgöngunefndar (KP, SkA, StG, JHelg).



     Við 3. gr. 3. mgr. orðist svo:
                   Nánar skal kveðið á um ferðaþing í reglugerð sem samgönguráðherra setur að fengnum tillögum og að höfðu samráði við Ferðamálaráð og stærstu hagsmunasamtök og fyrirtæki í ferðaþjónustu. Í reglugerðinni skal m.a. kveðið á um rétt aðila til að tilnefna fulltrúa á þingið, réttindi þeirra og skyldur á þinginu og um helstu verkefni þess.
     Við 17. gr. 2. mgr. orðist svo:
                   Fjármálaráðherra er heimilt að ábyrgjast slík lán fyrir hönd ríkissjóðs, enda hafi lántökuheimildar verið aflað í lánsfjárlögum.
     Við 19. gr. Í stað orðanna „skulu veitt“ í fyrri málsgrein komi: má veita.
     Við 20. gr. Í stað orðsins „skal“ komi: er heimilt að.
     Við 24. gr.
         
    
     2. mgr. orðist svo:
                        Til að öðlast leyfi til reksturs ferðamiðlunar þarf umsækjandi að uppfylla eftirtalin skilyrði:
                    a. Eiga lögheimili hér á landi samfellt í a.m.k. eitt ár.
                    b. Vera fjárráða og hafa forræði á búi sínu.
         
    
     4. mgr. orðist svo:
                        Leyfi má veita félagi eða öðrum lögaðilum sem eiga heimili hér á landi, enda sé framkvæmdastjóri slíks lögaðila fjárráða og hafi forræði á búi sínu. Ef um erlendan aðila er að ræða eða íslenskan lögaðila, sem erlendur aðili á hlut í, er leyfisveitingin þó háð því að fullnægt sé skilyrðum laga um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri. Gilda um slíka ferðamiðlun sömu ákvæði og fyrr greinir.
         
    
     5. mgr. orðist svo:
                        Setja skal í reglugerð nánari ákvæði um ferðamiðlun, m.a. um þjónustu, neytendavernd og kunnáttu leyfishafa.
     Við 27. gr. Eftir orðinu „ferðaskrifstofu“ bætist: ferðaskipuleggjanda.
     Við 33. gr. Greinin orðist svo:
                   Til þess að öðlast leyfi skv. 32. gr. þarf umsækjandi að:
         
    
     Eiga lögheimili hér á landi samfellt í a.m.k. eitt ár.
         
    
     Vera fjárráða og hafa forræði á búi sínu.
                        Leyfi samkvæmt þessum kafla má veita félagi eða öðrum lögaðila sem á heimili hér á landi enda sé framkvæmdastjóri slíks lögaðila fjárráða og hafi forræði á búi sínu. Ef um erlendan aðila er að ræða eða íslenskan lögaðila, sem erlendur aðili á hlut í, er leyfisveitingin þó háð því að fullnægt sé skilyrðum laga um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri.