Búvörusamningur
Föstudaginn 31. maí 1991


     Landbúnaðarráðherra (Halldór Blöndal) :
    Hæstv. forseti. Ég vil sérstaklega láta í ljós ánægju yfir þeim ummælum hv. 4. þm. Norðurl. e. að þessi málefni hafi skýrst og umræðan hafi leitt til þess að hann er nú nokkru fróðari en áður. Ég vil líka taka undir það sem hv. 6. þm. Norðurl. e. sagði hér áðan að þessi búvörusamningur er ávöxtur þeirrar vinnu sem bændur og aðilar vinnumarkaðarins lögðu fram. Það var eftirtektarvert að hv. þm. lagði sérstaka áherslu á þann þátt í samningsgerðinni sem laut að samstarfi þessara aðila. Og það er einmitt á þeim grundvelli sem ég hef ákveðið að vinna áfram að þessum málum og hef eins og ég hef sagt óskað eftir því við sjömannanefndina að hún haldi áfram störfum.
    Ég sé svo ekki ástæðu til þess að hafa fleiri orð um þetta, en vil þakka fyrir það að þessar umræður hafa farið fram. --- [Fundarhlé.]