Ferill 1. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
114. löggjafarþing. – 1 . mál.


Ed.

4. Nefndarálit



um frv. til stjórnarskipunarlaga um breyt. á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, nr. 33/1944, með síðari breytingum.

Frá stjórnskipunar- og þingskapanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið sem flutt er til staðfestingar á stjórnarskrárbreytingu sem samþykkt var á síðasta þingi. Fullur einhugur er í nefndinni um samþykkt þessa frumvarps. Á fundum nefndarinnar, m.a. sameiginlegum fundum með stjórnskipunar- og þingskapanefnd neðri deildar, var jafnframt rætt um frumvarp til nýrra þingskapa sem flutt er í tengslum við þetta frumvarp. Verður gerð nánari grein fyrir því þegar það mál kemur formlega til nefndarinnar að lokinni afgreiðslu þess í neðri deild.

Alþingi, 27. maí 1991.



Halldór Ásgrímsson,


form., frsm.

Svavar Gestsson,


fundaskr.

Björn Bjarnason.


Salome Þorkelsdóttir.

Karl Steinar Guðnason.

Eiður Guðnason.


Kristín Einarsdóttir.

Jón Helgason.

Egill Jónsson.