Ferill 2. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
114. löggjafarþing. – 2 . mál.


Ed.

11. Frumvarp til laga



um þingsköp Alþingis.

(Eftir 3. umr. í Nd., 28. maí.)



    Samhljóða þskj. 9 með þessari breytingu:

    14. gr. hljóðar svo:
    Í fjárlaganefnd skulu kosnir ellefu þingmenn en í aðrar fastanefndir níu þingmenn. Til utanríkismálanefndar skal að auki kjósa níu varamenn. Þingflokki, sem ekki á fulltrúa í fastanefnd skv. 13. gr., er heimilt, með samþykki nefndarinnar, að tilnefna áheyrnarfulltrúa til setu á fundum hennar.
     Fastanefnd kýs sér formann og varaformann er gegnir störfum formanns í forföllum hans. Skulu þeir kosnir á fyrsta fundi nefndarinnar er boða skal til innan viku frá kosningu hennar.
     Sá kveður þingnefnd saman til fyrsta fundar er fyrstur var kosinn og lætur hann kjósa formann og varaformann nefndarinnar. Forseti skal tilkynna kjör þeirra á þingfundi.
     Formanni og varaformanni nefndar er heimilt að leggja niður störf ef nefnd leyfir; svo getur og nefnd vikið formanni og varaformanni frá en þó þarf til þess samþykki tveggja þriðju hluta nefndarmanna.