Lánsfjárlög 1992

65. fundur
Mánudaginn 13. janúar 1992, kl. 14:19:00 (2679)

     Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Rannveig Guðmundsdóttir) :
     Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir frhnál. um frv. til lánsfjárlaga fyrir árið 1992 frá meiri hluta efh.- og viðskn. og brtt. við frv. til lánsfjárlaga fyrir árið 1992 og við brtt. á þskj. 276, einnig frá meiri hluta efh.- og viðskn.
    Nefndin tók málið aftur til umfjöllunar er Alþingi kom saman eftir áramót, m.a. vegna þess að afgreiðsla fjárlaga kallar á breytingar á frv. og óskað var eftir að nefndin tæki brtt. til umfjöllunar. Nefndin kvaddi við þessa framhaldsumfjöllun gesti á sinn fund en þeir voru: Halldór Árnason og Jón Ragnar Blöndal frá fjmrn., Ólafur Örn Ingólfsson frá Sambandi íslenskra viðskiptabanka, Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri, Bjarni Bragi Jónsson og Eiríkur Guðnason frá Seðlabanka Íslands, Guðmundur Malmquist, forstjóri Byggðastofnunar, Benedikt Davíðsson og Hrafn Magnússon frá Sambandi almennra lífeyrissjóða, Þorgeir Eyjólfsson frá Landssambandi lífeyrissjóða, Tryggvi Pálsson, bankastjóri Íslandsbanka, Stefán Pálsson, bankastjóri Búnaðarbanka, Ásmundur Stefánsson og Guðmundur Gylfi Guðmundsson frá Alþýðusambandi Íslands, Þórarinn V. Þórarinsson og Ólafur Hjálmarsson frá Vinnuveitendasambandi Íslands, Þórleifur Jónsson frá Félagi dráttarbrauta og skipasmiðja og Kristmundur Halldórsson frá iðnrn.
    Meiri hluti nefndarinnar leggur til að gerðar verði nokkrar breytingar á frv. og einnig á tillögum meiri hlutans á þskj. 246. Nýju tillögurnar eru:
    1. Lagt er til að lántökuheimild fjmrh. fyrir hönd ríkissjóðs, sbr. 1. gr. frv., verði hækkuð um 400 millj. kr. Upphæðin samsvarar auknum halla ríkissjóðs samkvæmt fjárlögum þessa árs frá því sem fjárlagafrv. gerði ráð fyrir, þannig að í stað ,,13.000 millj. kr.`` í 1. gr. komi: 13.950 millj. kr. Ber að geta þess að þar með er afturkölluð tillaga nr. 1 á þskj. 246 sama efnis.
    2. Vegna ákvörðunar ríkisstjórnarinnar um að skuldbreyta lánveitingum atvinnutryggingardeildar Byggðastofnunar falla niður afborganir af veittum lánum deildarinnar á árinu 1992 og er því lagt til að heimild fjmrh. til þess að endurlána henni verði aukin um 400 millj. kr. Við 3. gr kemur þá:
    Tillaga a. Í stað ,,4.545 millj. kr.`` komi: 5.095 millj. kr. og verður þá einnig afturkölluð tillaga merkt 2.a á þskj. 246.
    Tillaga b. Í stað ,,1.250 millj. kr.`` í 3. tölul. komi: 1.650 millj. kr.
    3. Áætlað útstreymi umfram innstreymi á skyldusparnaðarreikningum ungmenna, sem eru í vörslu Byggingarsjóðs ríkisins, er 220 millj. kr. á þessu ári og því er lagt til að lántökuheimild Byggingarsjóðs hækki um þá upphæð. Við það breytast tölur í 4. gr. úr 2.565 millj. kr. í 2. tölul. og verða 2.785 millj. kr.
    4. Lagt er til að fjmrh. verði heimilt að ábyrgjast allt að 85 millj. kr. lántöku Skallagríms hf. til skuldbreytingar eldri lána, en fyrirtækið annast rekstur Akraborgarinnar.
    5. Vegna kaupa Rafmagnsveitna ríkisins á eignum Hitaveitu Seyðisfjarðar er lagt til að fjmrh. verði heimilt að ábyrgjast allt að 76 millj. kr. lántöku Rafmagnsveitnanna. Þar með bætast við 5. gr. tveir nýir stafliðir er orðast svo:
    a. Skallagrímur hf., allt að 85 millj. kr. til skuldbreytingar eldri lána.
    b. Rafmagnsveitur ríkisins, allt að 76 millj. kr. til kaupa á eignum Hitaveitu Seyðisfjarðar.
    6. Vegna þeirra breytinga, sem hér er lagt til að gerðar verði, er nauðsynlegt að hækka heimild til erlendrar lántöku um 1.181 millj. kr. sem samsvarar aukinni lánsfjárþörf vegna breytinganna. Er lagt til að 6. tölul. brtt. á þskj. 246 verði breytt til samræmis við þetta.
    Við 6. tölul. á þskj. 246 kemur þá: Í stað ,,7.400 millj. kr.`` í síðari efnismálsgrein komi: 8.581

millj. kr.
    Í nál. fjárhags- og viðskiptanefndar efri deildar um frv. til lánsfjárlaga fyrir árið 1991 var tekið fram að hluta af lánsfjárheimild Byggðastofnunar ætti að nota til endurlána vegna viðgerða og endurbóta skipa innan lands. Nefndin ræddi við Guðmund Malmquist, forstjóra Byggðastofnunar, Þórleif Jónsson, framkvæmdastjóra Félags dráttarbrauta og skipasmiðja, og Kristmund Halldórsson, deildarstjóra fjármála- og rekstrarsviðs iðnrn. vegna þessa máls og framkvæmdar á þessu ári. Nefndin var fullvissuð um að þessu verkefni verður sinnt eftir þörfum eins og verið hefur miðað við fjárhagsramma Byggðastofnunar samkvæmt fyrirliggjandi frv.
    Meiri hluti nefndarinnar leggur til að frv. verði samþykkt með þeim breytingum sem lagðar eru til nú á sérstöku þingskjali, auk brtt. á þskj. 246 og 276.
    Undir þetta nál. rita Rannveig Guðmundsdóttir, Sólveig Pétursdóttir, Vilhjálmur Egilsson, Ingi Björn Albertsson og Guðjón A. Kristjánsson.