Lánsfjárlög 1992

66. fundur
Þriðjudaginn 14. janúar 1992, kl. 19:03:00 (2721)

     Ólafur Þ. Þórðarson (um þingsköp) :
     Herra forseti. Ég þakka hæstv. forseta fyrir ákveðið svar og fagna því að það er kveðið á um það úr forsetastóli að þetta hafi ekki verið leyft. Hins vegar vil ég líka taka undir að þó að hæstv. forseti segi að það eigi að vera á valdi hvers og eins þingmanns hvað hann gerir í þessum efnum met ég það svo að það sé skilningur hæstv. forseta að vonlaust sé að eiga eðlilegt samtal í síma án þess að það valdi truflun og mundu menn geta séð það út ef allir þingmenn væru nú komnir með síma hjá sér að það gæti orðið ærið fjölskrúðugt málæði í þingsalnum.