Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1992

71. fundur
Þriðjudaginn 21. janúar 1992, kl. 12:38:00 (2940)

     Ólafur Þ. Þórðarson :
     Herra forseti. Það er ekki aðeins að sá þingmaður af hálfu Sjálfstfl. sem mest vit hefur á efnahagsmálum skirrist nú við að styðja aðgerðir í efnahagsmálum, heldur hefur það einnig heyrst úr borgarstjórn Reykjavíkur að þeir sem fara með þau mál þar séu ekki yfir sig hrifnir. Þetta er í sjálfu sér skipulögð aðför að grunnskólanum til þess að gera hann lélegan í þeirri trú að einkavæðing eigi að taka við og ég segi nei.