Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1992

71. fundur
Þriðjudaginn 21. janúar 1992, kl. 13:33:00 (2963)

     Páll Pétursson (um atkvæðagreiðslu) :
     Frú forseti. Hér hafa þeir atburðir orðið að hæstv. heilbrrh. hefur haldið þeim vana sem hann hefur haft undanfarin 18 ár þegar hann hefur haft tækifæri til að skreppa hér í ræðustólinn að vera ýmist með ósannindi, útúrsnúninga eða hreinan kjánaskap. Sú breyting hefur orðið á að nú hefur meiri hluti Alþingis falið honum að fara með heilbrigðis- og tryggingamál í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar. Ég tel að til að þessi atkvæðagreiðsla megi fara skikkanlega fram og hægt sé að halda henni áfram, þá þurfi hæstv. heilbr.- og trmrh. að koma hér upp í ræðustól og biðjast formlega afsökunar á rangfærslum sínum sem hann lét sér hér um munn fara í atkvæðagreiðslu rétt áðan.