Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1992

71. fundur
Þriðjudaginn 21. janúar 1992, kl. 13:35:00 (2965)

     Svavar Gestsson (um atkvæðagreiðslu) :
     Virðulegi forseti. Hvað ætli umræður um ráðstafanir í ríkisfjármálum hafi staðið lengi? Hvað ætli hafi verið haldnar margar ræður um það mál? Hvað ætli margar fyrirspurnir hafi verið lagðar fyrir hæstv. heilbr.- og trmrh.? Hversu oft kom hann hér upp til þess að svara þeim fyrirspurnum og taka þátt í þeim umræðum, m.a. um þær árásir á lífeyri sjómanna sem hér hafa verið ræddar? Aldrei. Hins vegar kaus hann í skjóli nafnakalls að fara upp með dylgjur og ósæmilegar árásir á aðra þingmenn. Það er ódrengileg

framkoma hæstv. heilbrrh. sem við erum að gagnrýna. ( Gripið fram í: Allt heilbrigt.) Það er ekki heilbrigt hvernig hann hagar sér, sá hæstv. ráðherra.
    Ég hvet forseta til þess enn og aftur að setja formlega ofan í við þennan skæting ráðherra sem tekur aldrei þátt í umræðum en veður hér upp í nafnaköllum til þess að fara með dylgjur og róg á hendur öðrum þingmönnum.