Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1992

72. fundur
Miðvikudaginn 22. janúar 1992, kl. 11:25:00 (3061)

     Svavar Gestsson :
    Virðulegi forseti. Þessi brtt. sem við greiðum nú atkvæði um á þskj. 286, 6. tölul., svo og brtt. sem áður voru greidd atkvæði um og nokkrar aðrar sem eru merktar meiri hluta efh.- og viðskn. eru í raun og veru samhljóða tillögum frá heilbr.- og trn. Ég tel að það sé galli við framsetningu þessara skjala að það skuli ekki koma fram hvernig fagnefndir hafa fjallað um málin, sérstaklega þegar þar næst algjör efnisleg samstaða um afgreiðslu mála. Þetta vil ég láta koma hér fram, virðulegi forseti, ef það mætti verða til athugunar þegar atkvæðagreiðsluskjöl verða útbúin í framtíðinni að það liggi fyrir að hér er ekki einungis um að ræða stjórnarmeirihlutann í þessu tilviki heldur var hér um að ræða algjöra samstöðu um þetta mál í meiri hluta og minni hluta heilbr.- og trn.