Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1992

72. fundur
Miðvikudaginn 22. janúar 1992, kl. 12:25:00 (3071)

     Jón Kristjánsson :
     Virðulegi forseti. Við undirbúning þeirrar tillögu sem hér hefur gengið til atkvæða um hefur lögbundið samráð við sveitarfélögin verið virt að vettugi. Tillagan gengur þvert á hugmyndafræði þá sem liggur að baki verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga að saman fari stjórn og fjárhagsleg ábyrgð. Með þessari tillögu er skattlagningu stjórnvalda velt yfir á sveitarfélögin og íbúum þeirra mismunað. Ég segi nei.