Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1992

73. fundur
Fimmtudaginn 23. janúar 1992, kl. 04:52:00 (3232)

     Forseti (Sturla Böðvarsson) :
     Vegna þeirra umræðna sem fóru fram er rétt að geta þess að að sjálfsögðu hafa farið fram umræður og hefur verið leitað samkomulags. Forsetar unnu að þinghaldi eftir dagskrá eins og gert var ráð fyrir, en nú hefur náðst samkomulag um þinghaldið og er það samkomulag á þann veg að við ljúkum þingfundi og atkvæðagreiðsla um bandorminn fari fram klukkan 11 fyrir hádegi á morgun. Umræðum og atkvæðagreiðslum um lánsfjárlög og Framkvæmdasjóð lýkur um klukkan eitt.
    Í ljósi þessa samkomulags ljúkum við þingfundi.