Lokun fæðingardeilda

78. fundur
Þriðjudaginn 11. febrúar 1992, kl. 13:57:00 (3347)

     Jón Kristjánsson :
    Virðulegi forseti. Ég beini fsp. til hæstv. menntmrh. Það hefur vakið athygli nú undanfarið að tveir hæstv. ráðherrar, hæstv. forsrh. og hæstv. heilbrrh., ásamt einum þingmanni stjórnarliðsins hv. 3. þm. Suðurl. hafa ráðist á fréttastofu Ríkisútvarpsins og sakað hana um óvandaðan fréttaflutning. Þessi fréttastofa nýtur almenns trausts, það hefur komið fram. Ég vil spyrja hæstv. menntmrh.: Er hann sammála þessum ummælum? Í öðru lagi: Hyggst hann við endurskoðun útvarpslaga láta þrengja reglur um fréttastofuna og með hvaða hætti mun hann láta gera það ef svo fer, sem ég trúi nú reyndar ekki.