Auglýsingakostnaður fjármálaráðuneytis

80. fundur
Fimmtudaginn 13. febrúar 1992, kl. 11:22:00 (3449)

     Kristinn H. Gunnarsson :
    Virðulegi forseti. Það var öllum ljóst að tilefni fyrirspurnarinnar var sá áróður sem Sjálfstfl. hafði í frammi á hendur þáv. fjmrh. fyrir síðustu kosningar um að hann misnotaði fé ríkisins í þágu síns flokks og til kynningarstarfs á hans vegum. Svarið leiðir hins vegar í ljós algert skipbrot þessa áróðurs. Bæði er að fénu var ekki varið þannig að þeim flokki væri hyglað öðrum fremur og ef einhvers staðar má setja spurningarmerki af hálfu hv. fyrirspyrjanda eru það ákvarðanir um auglýsingu í Alþýðublaðinu í Hafnarfirði og málgagni Alþfl. á Vestfjörðum. Það geri ég hins vegar ekki. Ég vil líka benda á það að heildarupphæðin fyrstu fjóra mánuðina 1991 er í ágætu samræmi við ársupphæðina 1990. Það er því ekkert sem hönd er á festandi og gagnrýnisvert í þessum efnum.