Auglýsingakostnaður fjármálaráðuneytis

80. fundur
Fimmtudaginn 13. febrúar 1992, kl. 11:44:00 (3463)

     Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) :

    Virðulegi forseti. Ég ætla ekki að gera sérstakar athugasemdir við munnsöfnuð þess þingmanns sem áðan talaði. Það er uppeldislegt vandamál hans. En ég vil hins vegar ítreka það sem ég sagði af því að minnstur hluti athugasemdar hans fjallaði um það, að það var, svo ekki sé meira sagt, afskaplega ógætilegt af formanni Alþb. og þáv. fjmrh. að láta þessa auglýsingastofu, sem hann vissi að var í stórkostlegum viðskiptum við hans ráðuneyti, vinna kosninga- og áróðursefni fyrir Alþb.