Vegáætlun 1991--1994

88. fundur
Þriðjudaginn 25. febrúar 1992, kl. 14:40:01 (3738)

     Ólafur Þ. Þórðarson (um þingsköp) :
    Herra forseti. Að sjálfsögðu má deila um það hvort forseti hafi ætlað að heimila lengri eða styttri umræðu um þetta mál. En þess eru engin ákvæði í þingsköpum að fyrst skuli leyfa hina lengri og svo hina styttri þannig að það er sjálfgefið að eftir að hæstv. forseti hefur leyft hv. 4. þm. Norðurl. e. að tala í sautján mínútur samfellt hefur hann heimilað hina lengri. Hitt gengur alls ekki upp að þetta verði eins og jójó fram og til baka eftir því hver er í ræðustól hvort það er hin lengri eða styttri umræða sem fram fer. --- [Fundarhlé.]