Háskólinn á Akureyri

89. fundur
Miðvikudaginn 26. febrúar 1992, kl. 15:58:00 (3788)

     Svavar Gestsson (andsvar) :
    Herra forseti. Ég þakka hæstv. menntmrh. fyrir skilmerkileg svör bæði að því er varðar miðstöð fyrir hina dreifðu og sveigjanlegu kennaramenntun. Það er auðvitað hægt að hafa hana á Akureyri og þó að menn séu að undirbúa það í Kennaraháskólanum þá þarf endilega að huga að því hið allra fyrsta að miðstöðin fyrir þetta nám verði annars staðar. En hitt var þó ekki síður mikilvægt að hæstv. menntmrh. lýsti því yfir að hann mundi taka í hnakkadrambið á forráðamönnum Lánasjóðs ísl. námsmanna varðandi stuttar og starfsmiðaðar háskólabrautir og þykir mér vænt um að heyra það.