Flugmálaáætlun 1992--1995

94. fundur
Miðvikudaginn 04. mars 1992, kl. 16:05:00 (3976)

     Ólafur Þ. Þórðarson :
    Herra forseti. Ég þakka samgrh. fyrir svar hans, sem hann gaf hér áðan varðandi það efni sem ég spurði um. Varðandi deiluna um varaflugvöllinn þá skal það játað að mér hefur sýnst af þeim gögnum sem

fram hafa komið í gegnum tíðina að þar mæli flest rök með því að sá varaflugvöllur verði á Sauðárkróki í Skagafirði.
    Ég hef brotið um það heilann hvernig menn ætla að reikna út burðarþol ef völlur er byggður á hrauni þar sem holt er undir. Og þegar verið er að tala um burðarþol á flugvélum sem eiga að bera um 350 tonn þá þætti mér gaman að fá það upplýst hvernig formúlan er fyrir útreikningum á slíku burðarþoli ef um það er að ræða að það sé holt ofan í jörðinni, kannski stórir hellar eða hver veit hvað, undir hrauninu. Ég held þess vegna að menn þurfi að hugsa sig um tvisvar áður en þeir slá því föstu að það sé raunhæfur valkostur að byggja slíkan flugvöll á hrauni.