Þorskeldi

95. fundur
Fimmtudaginn 05. mars 1992, kl. 11:49:00 (3995)


     Tómas Ingi Olrich (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég vil taka það fram að orð mín sem ég læt falla hér á eftir má ekki túlka sem vanmat á framlag Byggðastofnunar til þessa merka máls sem hér hefur verið fjallað um, reyndar undir liðnum sem fjallar um þorskeldi en umræðan hefur svolítið snúist um lúðueldið í Eyjafirði. Það er alveg ljóst mál að Byggðastofnun hefur þar lagt hönd á plóginn en ég get ekki tekið undir það að framlag hennar hafi ráðið úrslitum. Ég held að ég hafi það rétt að hlutafé Byggðastofnunar í Fiskeldi Eyjafjarðar sé 12,2% og þá er það fyrst og fremst áhugi fyrirtækjanna á svæðinu sem er mikill, fjölmörg fyrirtæki hafa lagt mikið fé í þetta og það er að sjálfsögðu frumkvæði þeirra og áhugi sem hefur ráðið úrslitum þarna en ekki framlag Byggðastofnunar þó að það beri að þakka og virða.