Hringvegurinn

96. fundur
Föstudaginn 06. mars 1992, kl. 13:21:00 (4067)


     Kristinn H. Gunnarsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Auðvitað hafa ákvarðanir borgarstjórnar um áherslur og ráðstöfun fjármagns áhrif út um allt samfélagið. Þær koma fram í því hversu mikið menn verja til annarra málaflokka eða hversu lítið eins og félagsmála og samhjálparmála. Þegar of lítið er veitt til þeirra málaflokka, þá lendir það á öðrum að hlaupa undir bagga. Og ég vil minna hv. þm. á það að ríkissjóður greiðir fyrir verkefni sem Reykjavíkurborg á að sinna samkvæmt lögum, þ.e. rekstur dagvistarheimila og leikskóla við sjúkrahús í Reykjavík.