Hringvegurinn

98. fundur
Þriðjudaginn 10. mars 1992, kl. 14:56:00 (4137)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Herra forseti skilur það nú ekki heldur, en forseti vill nú þrátt fyrir allt fullvissa hv. þm. um að þetta atkvæðagreiðslukerfi er öruggt. Ef þingmenn ýta á grænan hnapp þýðir það ,,já`` og ef þeir ýta á rauðan hnapp þýðir það ,,nei``. Ef þeir ýta á hvítan hnapp þýðir það að þeir ,,taka ekki þátt í atkvæðagreiðslunni``.