Utanríkismál

114. fundur
Þriðjudaginn 31. mars 1992, kl. 23:14:00 (4946)

     Kristín Einarsdóttir (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Ég vil leiðrétta hæstv. forsrh. Þetta er ekki ágreiningur sem hefur staðið í þrjú ár. Þetta er að verða ljóst núna á síðustu tímum og það verður æ ljósara og það hefði kannski átt að renna upp fyrir honum ljós þegar hann hlýddi á ræður manna á þingi Norðurlandaráðs í Helsinki því að þar kom

það greinilega fram í máli allra að EES er ekki fyrirbæri sem menn tala um sem framtíðarlausn. Það talar ekki nokkur einasti maður um það, það vita allir að þetta er bara stökkpallur á leið inn í EB en það var ekki rætt fyrir þremur árum. Það er að koma í ljós núna upp á síðkastið og það hlýtur hæstv. forsrh. að gera sér jafn vel grein fyrir og ég.