Samkeppnislög

119. fundur
Mánudaginn 06. apríl 1992, kl. 13:47:00 (5169)

     Halldór Ásgrímsson (um atkvæðagreiðslu) :
    Virðulegi forseti. Ég vildi spyrjast fyrir um það hvort hugmyndin sé að taka þetta mikilvæga mál fyrir í dag. Þetta frv. mun hafa verið lagt fram fyrir helgina. Vel má vera að einhverjir hv. þm. hafi haft tækifæri til þess að kynna sér þetta mál og fara yfir það. Ég hef því miður ekki haft tækifæri til þess og ég spyr hvers vegna liggi svo á í þessu máli að leita þurfi afbrigða til þess að það megi koma hér fyrir. Verður ekki að bíða eftir því að þingmenn fái tækifæri til að kynna sér þetta mál með eðlilegum hætti þannig að þeir geti tekið þátt í umræðum? Ég vil því spyrja hvaða brýna nauðsyn beri til að taka þetta mál fyrir með afbrigðum. Ég tel að það eigi eingöngu að vera í undantekningartilvikum og þess vegna vildi ég fá frekari rök frá hæstv. forseta fyrir því hvers vegna svo þarf að vera.