Samkeppnislög

119. fundur
Mánudaginn 06. apríl 1992, kl. 13:54:31 (5176)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Forseti hélt --- vegna þeirra skýringa sem fram hafa komið í umræðu um atkvæðagreiðslu --- að menn hefðu sætt sig við að atkvæðagreiðsla færi fram um að málið mætti koma á dagskrá þrátt fyrir að umræðu yrði frestað. En ef það er eindregin ósk um að fresta atkvæðagreiðslu um að málið megi koma á dagskrá þó að umræða fari fram síðar, þá mun forseti að sjálfsögðu verða við því.