Útboð

124. fundur
Föstudaginn 10. apríl 1992, kl. 17:51:01 (5475)


     Forseti (Björn Bjarnason) :
    Forseti þakkar hv. 4. þm. Norðurl. v. það traust sem hann sýnir forseta með því að fela honum að úrskurða í þessu máli. En málið er kannski ekki svo einfalt því að það verður borið upp á Alþingi í hvaða nefnd málið skuli fara. Hér liggja fyrir tvær ólíkar tillögur og forseti mælist eindregið til þess að áður en til afgreiðslu málsins og atkvæðagreiðslu kemur komi menn sér saman um eina tillögu ef kostur er. Ef það tekst ekki verður þingheimur að taka ákvörðun um það. Það er ekki á úrskurðarvaldi forseta. Ef tillögumenn óska þess að forseti eigi hlut að viðræðum þeirra um þetta mál er hann fús til að taka þátt í þeim.