Barnalög

125. fundur
Mánudaginn 13. apríl 1992, kl. 22:55:00 (5516)


     Ingi Björn Albertsson (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Ég vil aðeins leiðrétta hv. þm. Guðrúnu Helgadóttur. Ég var ekki að afsaka eitt eða neitt, alls ekki, og hef ekkert að afsaka fyrir hönd allshn. Ekki nokkurn skapaðan hlut. Ég var bara að greina frá staðreyndum, að þegar vel væri unnið og vönduð vinnubrögð viðhöfð þá fer mikill tími í það

og það skapaðist tappi í nefndinni. Ég var að benda á þær staðreyndir sem liggja fyrir núna að e.t.v. þurfi að líta á nefndastörfin upp á nýtt og finna betri farveg fyrir þau. Það var ekkert annað. Við erum með nýjan lagabálk upp á 77 greinar, margar nýjungar, sem þurfti að leggja mikla vinnu í og það myndaðist tappi út af því. Það eru fjölmörg önnur mál og mjög merkileg í allshn. sem eru flutt af öðrum þingmönnum og stjórnarliðinu sem bíða, m.a. út af þessari vinnu. Þannig að það er alveg af og frá að ég hafi verið að afsaka eitt eða neitt, enda ekkert að afsaka.