Varamaður tekur þingsæti

133. fundur
Þriðjudaginn 05. maí 1992, kl. 13:30:02 (5877)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Borist hefur eftirfarandi bréf, dagsett 4. maí 1992:
    ,,Þar sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra Sighvatur Björgvinsson, 4. þm. Vestfjarðakjördæmis, verður erlendis í opinberum erindum og getur því ekki sótt þingfundi næstu tvær vikur leyfi ég mér að beiðni hans með vísan til 2. mgr. 53. gr. laga um þingsköp Alþingis að óska þess að vegna forfalla 1. varamanns Alþfl. í Vestfjarðakjördæmi taki 2. varamaður Alþfl. í Vestfjarðakjördæmi, Björn Ingi Bjarnason fiskverkandi, Hafnarfirði, sæti á Alþingi í fjarveru hans.
    Þetta er yður hér með tilkynnt, virðulegi forseti.
Össur Skarphéðinsson,

formaður þingflokks Alþfl.``


    Þá er hér einnig bréf frá 1. varamanni Alþfl. í Vestfjarðakjördæmi. Það er dagsett á Ísafirði 29. apríl 1992 og hljóðar svo:
    ,,Vegna mikilla anna sé ég mér ekki fært að mæta til þings í forföllum Sighvats Björgvinssonar í byrjun maí nk. og óska því eftir að Björn Ingi Bjarnason taki sæti hans í minn stað.
Virðingarfyllst,

Pétur Sigurðsson.``


    Þar sem rannsaka þarf kjörbréf Björns Inga Bjarnasonar skv. 4. gr. þingskapa verður gert fimm mínútna fundarhlé meðan kjörbréfanefnd starfar. --- [Fundarhlé].