Lánasjóður íslenskra námsmanna

134. fundur
Miðvikudaginn 06. maí 1992, kl. 15:05:00 (5962)


     Finnur Ingólfsson (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Þetta svar þýðir það í mínum huga að þau skuldabréf, sem námsmenn munu nú skrifa upp á og hafa um 1% vexti, munu hækka. Þetta þýðir auðvitað að vextirnir í framtíðinni munu verða miklu hærri heldur en 1%. Í raun og veru er það, sem námsmenn eru að fá í hendur og skuldbinda sig fyrir, þegar þetta frv. verður að lögum, hlutir sem menn geta ekki treyst þegar til framtíðar er litið vegna þess að vextirnir munu hækka.