Lánasjóður íslenskra námsmanna

134. fundur
Miðvikudaginn 06. maí 1992, kl. 15:09:00 (5966)



     Guðrún Helgadóttir (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Ég vil spyrja hæstv. menntmrh. hvernig hann heldur að námsmönnum gangi að fá ábyrgðarmenn á bankalán þegar það er ekki einu sinni tryggt, þó að nemandi nái prófi, að hann fái lánið að því prófi loknu vegna þess að hann kemst ekki inn þrátt fyrir að hann náði prófi og verður þess vegna að fara í annan skóla og bíða á ný í þrjá mánuði? Heldur hæstv. ráðherra að það verði auðvelt fyrir námsmenn að fá fólk, jafnvel bara sína eigin fjölskyldu, til að ábyrgjast bankalán á þriggja mánaða fresti upp á von og óvon, kannski fyrir fjölda einstaklinga í sömu fjölskyldunni?
    Að lokum: Ef hægt er að breyta eða setja frestun á greiðslu þegar gerðra skuldabréfa er þá líka hægt að ákveða að þétta greiðslur án þess að skuldabréfi sé breytt? Er það hægt á sama hátt?