Afleiðingar sumarlokunar sjúkrahúsa

135. fundur
Fimmtudaginn 07. maí 1992, kl. 10:41:51 (5985)

     Umhverfisráðherra (Eiður Guðnason) :

    Virðulegi forseti. Ég vísa því auðvitað á bug sem fullkominni fjarstæðu að hv. þm. hafi ekki verið svarað. Henni var svarað um allt sem hún spurði um. Ég vísa því sömuleiðis á bug að hér muni skapast eitthvert sérstakt ófremdarástand í sumar vegna þess að Fæðingarheimilið verður lokað í sex vikur. Því hefur undanfarin ár oft verið lokað, að vísu ekki í fyrra, í fjórar til sex vikur og það bendir ekkert til þess, og hv. þm. hefur ekki stutt það neinum rökum, að hér muni skapast sérstakt ófremdarástand í þeim efnum í sumar. (Gripið fram í.) Fyrir því eru einfaldlega engin rök. Það er ekki rétt.