Lánasjóður íslenskra námsmanna

137. fundur
Föstudaginn 08. maí 1992, kl. 13:07:00 (6161)


     Umhverfisráðherra (Eiður Guðnason) :
    Virðulegi forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um að vísa máli til 3. umr., að málið fái eðlilega þinglega meðferð. Formaður Alþb. kom hér í þennan ræðustól og sagði tvisvar sinnum já, að málið ætti að fara til 3. umr. og síðan tvisvar sinnum nei og líklega var það síðasta nei-ið sem átti að gilda.
    Það er hins vegar nauðsynlegt við lok þessarar umfjöllunar málsins að mótmæla því mjög kröftuglega sem hér hefur verið haldið fram af ýmsum fulltrúum stjórnarandstöðunnar að hér sé verið að afnema jafnrétti til náms á Íslandi. Þetta er auðvitað fráleit fullyrðing, gjörsamlega út hött. Þrátt fyrir þær breytingar sem nú er verið að gera á þessu kerfi þá er hér og verður hér í þessu landi við lýði örlátasta námslánakerfi sem í gildi er í nokkru landi í Vestur-Evrópu (Gripið fram í.) og því verður ekki móti mælt, hv. þm. Ólafur Ragnar Grímsson. Það er staðreynd. Ég segi já.