Almenn hegningarlög

141. fundur
Þriðjudaginn 12. maí 1992, kl. 16:06:00 (6318)


     Frsm. meiri hluta allshn. (Sólveig Pétursdóttir) (um þingsköp) :
    Virðulegi forseti. Það er sjálfsagt að koma þeim ábendingum á framfæri við nefndarmenn. En ég vil að það komi skýrt fram að þessi mál hafa öll verið rædd mjög ítarlega í nefndinni. Þetta atriði varðandi 7. gr. var rætt sérstaklega á fundi allshn. í morgun og menn töldu ekki ástæða til að breyta texta frv.
    Hins vegar er sjálfsagt að nefndarmenn ræði þetta sín á milli og ég mun leggja það fyrir nefndarmenn að gera það hvort sem það getur orðið í dag eða seinna og mun koma því á framfæri. Mín vegna er í lagi að fresta þessari umræðu.