Lífeyrissjóður sjómanna

141. fundur
Þriðjudaginn 12. maí 1992, kl. 18:52:30 (6347)


     Jóhann Ársælsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég vil svara því til að ég tel að ekki sé hægt að tregðast við að endurskoða lög um Lífeyrissjóð sjómanna. Ég tel að menn verði að taka þetta frv. og fara yfir það og skoða það nákvæmlega. Ég hvet til þess að menn reyni í þeirri endurskoðun að kanna nánar hvort það sé virkilega nauðsyn að rýra greiðslur til sinna félaga eins og þarna kemur fram. Ég tel ástæðu til þess að hafnar verði viðræður við þá sem stjórna þessum sjóði um það hvort hægt sé að fara aðrar leiðir. Er ekki möguleiki á því að sjóðurinn geti t.d. fengið meiri tekjur og geti þannig að hluta til komið á móti þessari stöðu sinni og lagfært hana með því. Ég tel að það verði að skoða. Ég vona það satt að segja að menn geti dregið úr þeirri skerðingu sem fyrirhuguð er í frv. um Lífeyrissjóð sjómanna.