Staðgreiðsla opinberra gjalda

145. fundur
Fimmtudaginn 14. maí 1992, kl. 16:06:09 (6546)

     Frsm. efh.- og viðskn. (Matthías Bjarnason) :
    Herra forseti. Þetta frv. um staðgreiðslu opinberra gjalda, með síðari breytingum, er samhliða máli nr. 464, um yfirskattanefnd, og vísa ég í því sambandi til álits nefndarinnar. En í sambandi við frv. leggur nefndin til að gerðar verði tvær breytingar. Í síðari efnismgr. 1. gr. þess hefur fallið niður orðið ,,ekki``, sem skiptir allmiklu máli, og því orðast brtt. þannig:
    ,,Í stað orðanna ,,vill hlíta`` í niðurlagi síðari efnismgr. 1. gr. komi: vill ekki hlíta.``
    Síðari brtt. er þess eðlis að í stað ,,júní`` komi júlí. Það er til samræmis við brtt. sem ég skýrði áðan um frv. um yfirskattanefnd.
    Nefndin leggur til að frv. verði samþykkt með þeim tveimur breytingum sem liggja fyrir á þskj. 912. Undir nál. skrifa, auk mín, Halldór Ásgrímsson, Steingrímur J. Sigfússon, Sólveig Pétursdóttir, Kristín Ástgeirsdóttir, Jóhannes Geir Sigurgeirsson, Árni M. Mathiesen, Össur Skarphéðinsson og Árni R. Árnason.