Skýrsla forsætisráðherra um Byggðastofnun

147. fundur
Laugardaginn 16. maí 1992, kl. 00:07:49 (6734)


     Jóhann Ársælsson (um þingsköp) :
    Virðulegur forseti. Ég segi það alveg ákveðið að það er ekki samkomulag um það við okkur að farið verði í umræðu um Skipaútgerð ríkisins eftir að þessi umræða hefur staðið svo lengi sem raun ber vitni. Um það er ekki samkomulag. Ég taldi að það væri um það samkomulag að ljúka þessari umræðu og þá mundu menn taka því þó að það tæki langan tíma, en að það yrði ekki farið í að taka nýtt mál til umræðu eftir miðnætti ef þessi umræða teygðist það lengi. Og það hefur nú sýnt sig. Nú er klukkan farin að ganga eitt og hér er umræðu enn ekki lokið. Ég mótmæli því að Skipaútgerð ríkisins verði tekin á dagskrá eftir að þessari umræðu er lokið. Ef það verður gert þurfum við að láta menn vita sem hafa hugsað sér að taka þátt í þeirri umræðu og fá þá í þingið. Ég óska eindregið eftir því að það verði ekki gert.