Atvinnuleysistryggingasjóður

148. fundur
Laugardaginn 16. maí 1992, kl. 11:28:00 (6761)

     Frsm. heilbr.- og trn. (Sigbjörn Gunnarsson) :
    Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir áliti heilbr.- og trn. um frv. til laga um breytingu á lögum nr. 34/1988, um greiðslur Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna fiskvinnslufólks.
    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið og fékk á sinn fund Margréti Tómasdóttur, deildarstjóra í Tryggingastofnun ríkisins, fyrir hönd Atvinnuleysistryggingasjóðs, Jón Magnússon, viðskiptafræðing á gjaldaskrifstofu fjármálaráðuneytisins, og Ólaf Hjálmarsson, deildarstjóra í fjárlagaskrifstofu fjármálaráðuneytisins.
    Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins.
    Undir þetta rita Sigbjörn Gunnarsson, Lára Margrét Ragnarsdóttir, Guðmundur Hallvarðsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Ingibjörg Pálmadóttir, Finnur Ingólfsson, Svavar Gestsson, Sigríður A. Þórðardóttir og Björn Bjarnason.