Málefni fatlaðra

149. fundur
Mánudaginn 18. maí 1992, kl. 13:37:00 (6862)


     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Á þskj. 944, 2. tölul., er brtt. við 14. gr. frá Ingibjörgu Pálmadóttur, og hefst nú atkvæðagreiðslan.
Hafa hv. þm. tekið þátt í atkvæðagreiðslu? Henni er lokið. Brtt. er felld með 26 atkvæðum . . .   ( Gripið fram í: Nei, samþykkt.) ( Fjmrh.: Endurtaka atkvæðagreiðsluna.) ( GHelg: Nei, því hefur ævinlega verið synjað.) ( SJS: Forseti var að lýsa úrslitum.) ( Gripið fram í: Það er búið að lýsa úrslitum.) --- Forseti var nú hálfnuð við að lýsa úrslitunum og hafði mismælt sig og á eftir að leiðrétta það. ( GHH: Ég bið um að atkvæðagreiðslan verði endurtekin, forseti.) ( Gripið fram í: Nei.) --- Ef fyrir liggur einhver vafi um hver vilji þingsins er, þá er sjálfsagt að láta reyna á það og endurtaka atkvæðagreiðsluna. Það hefur gerst fyrr að það hafi verið gert. ( GHelg: Ekki eftir að úrslitum hefur verið lýst.) Þetta er ekki í fyrsta skipti sem það gerist. Atkvæðagreiðsla verður endurtekin.