Kolbeinsey

150. fundur
Mánudaginn 18. maí 1992, kl. 21:45:22 (6953)

     Steingrímur J. Sigfússon :
    Virðulegi forseti. Fyrrv. samgrh., sá sem næstur var á undan þeim er nú starfar, vann ötullega að þessu máli og þarf ekki frekari vitna við um það. En þessi tillaga er aðallega flutt núv. samgrh. til hvatningar. Hitt er annað mál og alvarlegra að það á að heita svo að sá, sem hér gerði grein fyrir atkvæði sínu og bað um nafnakall, hafi kennaramenntun. En úr því að söguskoðun hans og þekking er með þeim hætti sem áðan kom fram, þá held ég að næsta þáltill. sem ég flyt hljóti að verða um það að taka af honum kennararéttindin. Ég segi já, forseti.