Lífeyrissjóður sjómanna

151. fundur
Þriðjudaginn 19. maí 1992, kl. 11:50:00 (7041)




     Guðrún Helgadóttir :
    Hæstv. forseti. Frv. það sem hér er verið að greiða atkvæði um er flutt illa unnið, vanhugsað. Því er haldið fram að það sé flutt að beiðni stjórnar Lífeyrissjóðs sjómanna og kann vel að vera að svo sé en það er ekki flutt að beiðni íslenskra sjómanna.
    Eftir að núv. ríkisstjórn hefur ráðist að flestum þeim sérkjörum sem íslenskir sjómenn hafa haft, svo sem skattívilnunum, lífeyri frá almannatryggingum við 60 ára aldur, þá tekur hæstv. fjmrh. það erindi að sér að ráðast að réttindum íslenskra sjómanna til síns eigin lífeyrissjóðs ef slys ber að höndum.
    Hæstv. forseti. Ég segi að sjálfsögðu nei.