Tekjuskattur og eignarskattur

11. fundur
Mánudaginn 21. október 1991, kl. 15:42:00 (342)

     Flm. (Kristín Sigurðardóttir) :
     Virðulegi forseti. Ég þakka undirtektir hæstv. fjmrh. og fagna því að þetta mál skuli vera í jákvæðri athugun af ríkisstjórninni.
    Varðandi persónuafsláttinn var það vissulega nefnt við þá endurskoðun laganna sem við ræddum um áðan hvort þetta væri inni í persónuafslættinum. Menn reiknuðu þetta aðeins og sýndist að það gæti ekki staðist skoðun, ekki nema verið væri að auka skattbyrði. Það er alveg rétt að auðvitað er stór hluti launþega ekki skattlagður og það er mjög erfitt og nánast útilokað að gera leiðréttingar í gegnum skattkerfið til fólks sem greiðir ekki skatta. Það verður að nota aðrar aðferðir.
    Það er alveg rétt að með tillögunni er ekki beinlínis verið að leggja að jöfnu frjálsan sparnað og lífeyrissjóð því eins og fjmrh. nefndi getur frjáls sparnaður lent í eignarskatti nema menn uppfylli skilyrði ríkissjóðs um eignarhlut og skipta stöðu. En ég fagna sem sagt að þetta skuli væntanlega fá jákvæða og góða umfjöllun í þinginu.