Skýrsla utanrrh. um niðurstöður samninga um Evrópskt efnahagssvæði

13. fundur
Miðvikudaginn 23. október 1991, kl. 18:36:00 (402)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
     Forseti vill taka undir það að þetta er þýðingarmikið mál. Það er síður en svo að nokkrum detti í hug að hefta málfrelsi manna, hvorki framsóknarmanna eða annarra, en eins og forseti skýrði frá var þetta það sem við getum kallað heiðursmannasamkomulag og var rætt hér í morgun á milli formanna þingflokka og forseta. Til þess að reyna að leysa úr þessu máli þykir forseta rétt að gera nú 5 mínútna hlé á þessum fundi svo að menn geti talað saman áður en við höldum áfram. Verður gert hlé til kl. 19.00. --- [Fundarhlé.]