Skólamál

15. fundur
Fimmtudaginn 24. október 1991, kl. 14:35:00 (467)

     Ólafur Þ. Þórðarson (um þingsköp) :
     Herra forseti. Hér hefur átt sér allsérstæð grautargerð. Tvö málefni hafa verið tekin fyrir í einu og ráðherra stendur frammi fyrir því að með þeirri ákvörðun hefur hans ræðutími verið svo skertur að hann á ekki kost á að svara með eðlilegum hætti. Ég segi nú fyrir mig að þó andsvarakerfið sé komið inn í þingsköpin þá finnst mér ekki eðlilegt að standa þannig að málum að við vegum að ráðherranum sem við tvímælalaust munum gera vegna Reykjanesskólans og hann verði sviptur málfrelsi nema með tveggja mínútna athugasemdum eftir þær umræður. Ég sé ekki að forseti eigi aðra leið út úr þessu en að óska eftir því við þingheim að ráðherra fái lengri ræðutíma og fái óskertan ræðutíma í lokin. Og ég vænti þess jafnframt að forseti fari ekki aftur í svona samsuðu.