Skýrsla forsætisráðherra um Byggðastofnun

18. fundur
Þriðjudaginn 05. nóvember 1991, kl. 00:09:00 (606)

     Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (um þingsköp) :
     Herra forseti. Ég tek undir með síðasta ræðumanni að hér hafa verið mjög góðar umræður og málefnalegar á flesta lund og gagnlegar. Ég sé ekkert á móti því að þessari umræðu sé haldið áfram þó að vinnudagur sé fram undan. Það vinna fleiri en sá hv. þm. sem síðast talaði og ég held að við getum haldið umræðunni áfram töluvert lengi enn. Þetta eru þróttmiklir menn sem hér sitja í salnum og það er vel mætt miðað við suma aðra kvöldfundi sem ég hef setið hér og sjálfsagt að við höldum umræðunni áfram, a.m.k. eitthvað fram eftir nóttu.