Málefni Ríkisútvarpsins

22. fundur
Fimmtudaginn 07. nóvember 1991, kl. 17:18:00 (807)

     Menntamálaráðherra (Ólafur G. Einarsson) :
     Hæstv. forseti. Mér þykir það vera að bera á mig sakir þegar það er sagt að ég hafi talað um að við værum að kjósa einhverja vandræðamenn í útvarpsráð. Það sagði ég aldrei og mun ekki segja. En það á ekkert skylt við það þótt ég hafi tekið undir þau orð að sjálfseignarstofnunarformið væri eitt af því sem kæmi til greina, en það koma fleiri form til greina. Af því að ég er að bera af mér sakir þá má ég auðvitað ekki nefna þau.