Orkuverð frá Landsvirkjun

31. fundur
Fimmtudaginn 21. nóvember 1991, kl. 10:56:00 (1120)

     Jóhann Ársælsson :
     Virðulegur forseti. Fyrst er að minna á það að ef Landsvirkjun hefði ekki fengið síðustu 5% hækkun, þá gæti verið búin að borga allar sínar skuldir, þar með talda Blönduvirkjun, árið 2005 samkvæmt útreikningum Þjóðhagsstofnunar. Það voru því ekki fyrir hendi merkileg tilefni til hækkana. Svo hitt, sem mér finnst ástæða til að vekja athygli á vegna orða fyrirspyrjanda, um trúverðugleika þess að ríkisstjórnarflokkarnir vilji lækka orkuverð. Þeir taka nánast alla niðurgreiðsluna til baka sem þeir bættu við í sumar með því að fella niður framlög til styrktar dreifiveitum í sveitum og sveitarafveitum. Ef á að nást sú þverpólitíska samstaða, sem nefnd var áðan, þá þarf hún að verða með öðrum hætti en þessum.