Breytt viðhorf í samningum um Evrópska efnahagssvæðið

35. fundur
Miðvikudaginn 27. nóvember 1991, kl. 15:51:00 (1314)

     Ólafur Ragnar Grímsson (um þingsköp) :
     Virðulegi forseti. Ég er alveg sammála hæstv. utanrrh. um það að umræðan í þingsalnum á að vera að siðaðra manna hætti. Það á að vera grundvallaratriði. Þá verða líka allir að virða þá reglu. Til þess að svo geti orðið er nauðsynlegt að nægilegur tími gefist til að ræða þetta mál. Það hefur þessi umræða sýnt og sérstaklega athugasemd hæstv. utanrrh. hér áðan. Ég tek undir það. Við skulum ræða þetta að siðaðra manna hætti og gefa okkur tíma til þess annaðhvort á morgun eða föstudag. En ég ítreka ósk mína um að utanrmn. komi saman til formlegs fundar í fyrramálið.