Starfsmenntun í atvinnulífinu

44. fundur
Föstudaginn 06. desember 1991, kl. 10:38:00 (1661)

     Hjörleifur Guttormsson (um atkvæðagreiðslu) :
     Virðulegur forseti. Þetta mál var rætt í gær í þinginu og komu fram tvær tillögur um nefnd. Nefnt var að samkomulag væri æskilegt um meðferð málsins með þeim hætti að færi það til félmn. þá væri tryggt að menntmn. fengi aðgang að því og gæfist kostur á umsögn um málið og að skila áliti og einnig kom fram tillaga um að vísa málinu til menntmn. Ég tel mjög óheppilegt að málið sé borið upp án þess að fyrir liggi hvaða tillögur eru uppi. Ég tók það svo að það væru tillögur um tvær nefndir, en æskilegast væri að það væri hægt að greina frá samkomulagi um meðferð málsins áður en atkvæðagreiðsla fer fram.